Mannblökur

Hreinlega verð að setja þetta hérna inn.

Alveg makalaust.

Takið eftir skugganum þegar hann svífur framhjá veginum!

 


Fæðingarlotterí

Ég fór að velta yfir mér ef ég þyrfti að velja mér eitt land til að búa í það sem eftir er ævinnar og gæti aldrei ferðast framar, hvaða land yrði fyrir landinu?

Sjálflæg vangavelting vissulega, en hún varð til þess að ég rakst á þessa mynd sem sýnir dreifingu lífsgæða í heiminum þegar ég var að skoða UN Human Development Report:

 

Countries fall into three broad categories based on their HDI: high, medium, and low human development.

High

██ 0.950 and over

██ 0.900–0.949

██ 0.850–0.899

██ 0.800–0.849

Medium

██ 0.750–0.799

██ 0.700–0.749

██ 0.650–0.699

██ 0.600–0.649

██ 0.550–0.599

██ 0.500–0.549

Low

██ 0.450–0.499

██ 0.400–0.449

██ 0.350–0.399

██ 0.300–0.349

██ under 0.300

██ not available

Það er sláandi hvað Afríka er áberandi slæmur staður til að fæðast á. Með allar þær náttúruauðlindir sem leynast þarna er með ólíkindum hvað spilling og ófriður hefur plagað álfuna alla tíð. Ég myndi vilja sjá öflug sameinuð ríki Afríku, USAf / AU?, stofnuð af fyrirmynd og með aðstoð Evrópusambandsins til að tryggja að þau komist af stað á farsælan hátt.

Ein af ástæðunum fyrir fátæktinni þarna er að stórlaxar í alþjóðlegu viðskiptalífi koma og semja við stjórnmálamenn sem hafa ekkert vit á þessum málum og/eða eru auðkeyptir, eins og t.d. í miðbaugs-Gíneu þar sem þeir fengu að halda eftir 12% af gróðanum en forsetinn varð ofur ríkur. (Annars eru stjórnmálamenn í  öðrum heimshlutum líka stundum plataðir af stórlöxum... *hóst* Orkuveita *hóst* Wink)

Væntanlega myndi þetta breytast með lýðræði, sameiningu, gagnsæi og færu fólki í brúnni. Auðvitað er gríðarlega mikið sem stendur í vegi fyrir þessu svosem trúmál og erlend fyrirtæki, en heimurinn er sífellt að minnka og ég held að 100$ tölvan geti verið stráið sem veltir hlassinu.

Upsadaisy, nú rétt í þessu var ég að komast að því að ég er búinn að skipa mér í hóp með öfgamönnum eins og Gaddafi sem er að agitera fyrir þessari hugmynd. Við skulum vona að hann verði ekki sá maður sem hrindir af stað þessu ferli!

--- 

Hvaða land skyldi svo vera toppnum í þessari fegurðarsamkeppni? Jú að sjálfsögðu Ísland, hvað annað? Smile En það er öllu erfiðara að finna það versta, sem dæmi hefur Sómalía ekki skilað inn gögnum síðan 1993 Frown

Mikið er ég nú heppinn að hafa fæðst á Íslandi í góða fjölskyldu og geti ferðast um allan heim, kannski ég fari til Afríku næst? Ég ætla amk að kaupa tölvu handa barni í Afríku http://laptop.org/


Eru bestu verstu?

Ég fór í gær upp til Nottingham til að ferja heim mótorhjól fyrir góðan vin minn. Ég lenti ekki í útistöðum við fógetann og Hrói rukkaði fyrir hjólið Blush

En í kuldamókinu á leiðinni heim þá datt mér í hug að þessi gríðarlegu mannvirki eru hættulega leiðinleg, hvernig væri að setja inn á tilkynningaskiltin eins og einn eða tvo brandara í stað þess að minna mann á tafir, umferðaþunga og önnur leiðindi.

En hvar ætli skemmtilegasti vegur í heimi liggi? Kjánarnir í TopGear skoðuðu málið ofan í kjölinn um daginn og ákváðu að Stelvio Pass sé málið.

Ég efast um að einhver hafi sofnað undir stýri á þessum kafla. 

 Hvar setti ég nú passann minn?


Kálgarðurinn og nútíma gladíatorar.

 Kálgarðurinn

CP_logoÞetta var hressandi. Ég var að koma úr hinu árlega Cabbage Patch 10 mílna hlaupi. Það er nú orðið ansi langt síðan ég hef tekið þátt í svona uppákomu en alltaf jafn skemmtilegt og minnistætt. Þetta var sérstaklega spaugilegt þar sem að ég var með náunga klæddan sem "the grim reaper" mest alla leiðina másandi og blásandi fyrir aftan mig. Það verður að segjast að það hafði hvetjandi áhrif. 

Einnig er alltaf yndislegt þegar dagsprúðir Tjallar telja sér vera misboðið eða aðrir ókurteisir, orðaforðinn virðist stundum vera í andfasa við útlit fólks. Kurteisismenningin hérna er sjálfleiðréttandi, það er nokkuð ljóst að ég myndi halda mig til hlés, og taka mental note, ef einhver knúsleg amma myndi taka mig á teppið fyrir framan fagnandi mannfjölda.

Rugby 

Ég er orðinn rugby fan. Þetta er hrikalegt sport. Ég myndi að vísu ekki kæra mig um að spila það sjálfur og mig grunar að Guttormur í húsdýragarðinum myndi ekki heldur lítast á blikuna andspænis  þessum hellisbúum.

Það sem hefur kveikt áhuga minn er í fyrsta lagi morbid bið eftir því að einhver slasi sig, biðin er yfirleitt ekki löng enda skriðþunginn gríðarlegur.

Í öðru lagi þá er þetta mikið herramanns sport. Það kann hljóma einkennilega miðað við testósterónflóðið á vellinum en það er dagsatt. Í rugby deilir enginn við dómarann, ef menn gera það þá er þeim refstað, t.d. færðir aftur á vellinum. (Og ef leikmanni er sama um það þá hinum hellisbúunum í liðinu á mæta... í sturtunni eftir leik...) 

Og síðast en ekki síst þá eru menn ekki að gera sér upp meiðsli eða setja upp lélega leikþætti, ólíkt öðrum íþróttagreinum. Ef þeir liggja meiddir þá eru þeir alveg rosalega klessukeyrðir.

England vann einmitt erkifjendur sína, Le Frogs, í gærkvöldi og komst þar með í úrslitaleikinn í heimsbikarkeppninni næsta laugardag. Það verður fjör á pöbbnum í Tyrklandi næsta laugardag, áfram England!


Ragú?

Hvað er ragú?

Ragú er ítölsk kjötsósa og stytting á Ragnar Ágústsson.

Reyndar á orðið upprunalega rætur sínar að rekja til Frakklands og sagnarinnar ragoûter sem merkir að endurvekja bragðið. Þetta er einmitt önnur tilraun í bloggi.

Þetta ensk-íslenska ragú verður soðið úr afgagnsþönnkum og óþarfa fróðleiksmolum.

Ragú

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband