Eru bestu verstu?

Ég fór í gær upp til Nottingham til að ferja heim mótorhjól fyrir góðan vin minn. Ég lenti ekki í útistöðum við fógetann og Hrói rukkaði fyrir hjólið Blush

En í kuldamókinu á leiðinni heim þá datt mér í hug að þessi gríðarlegu mannvirki eru hættulega leiðinleg, hvernig væri að setja inn á tilkynningaskiltin eins og einn eða tvo brandara í stað þess að minna mann á tafir, umferðaþunga og önnur leiðindi.

En hvar ætli skemmtilegasti vegur í heimi liggi? Kjánarnir í TopGear skoðuðu málið ofan í kjölinn um daginn og ákváðu að Stelvio Pass sé málið.

Ég efast um að einhver hafi sofnað undir stýri á þessum kafla. 

 Hvar setti ég nú passann minn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hefði örugglega ekið hægar og notið útsýnisins 

Ágúst H Bjarnason, 27.11.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: María Björg Ágústsdóttir

Úff, ég fékk vott af lofthræðslu í byrjun myndbandsins. Hinsvegar minntu lokin á myndbandinu mig svolítið á leiðina norður til Akureyrar!!  Maður þarf ekki að fara langt til að finna fegurðina. Ísland best í heimi?!  P.S. Hver er Hrói?

María Björg Ágústsdóttir, 29.11.2007 kl. 14:57

3 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Eh Nottingham, fógetinn, Hrói höttur... forgleym it

Ragnar Ágústsson, 2.12.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband