Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fæðingarlotterí

Ég fór að velta yfir mér ef ég þyrfti að velja mér eitt land til að búa í það sem eftir er ævinnar og gæti aldrei ferðast framar, hvaða land yrði fyrir landinu?

Sjálflæg vangavelting vissulega, en hún varð til þess að ég rakst á þessa mynd sem sýnir dreifingu lífsgæða í heiminum þegar ég var að skoða UN Human Development Report:

 

Countries fall into three broad categories based on their HDI: high, medium, and low human development.

High

██ 0.950 and over

██ 0.900–0.949

██ 0.850–0.899

██ 0.800–0.849

Medium

██ 0.750–0.799

██ 0.700–0.749

██ 0.650–0.699

██ 0.600–0.649

██ 0.550–0.599

██ 0.500–0.549

Low

██ 0.450–0.499

██ 0.400–0.449

██ 0.350–0.399

██ 0.300–0.349

██ under 0.300

██ not available

Það er sláandi hvað Afríka er áberandi slæmur staður til að fæðast á. Með allar þær náttúruauðlindir sem leynast þarna er með ólíkindum hvað spilling og ófriður hefur plagað álfuna alla tíð. Ég myndi vilja sjá öflug sameinuð ríki Afríku, USAf / AU?, stofnuð af fyrirmynd og með aðstoð Evrópusambandsins til að tryggja að þau komist af stað á farsælan hátt.

Ein af ástæðunum fyrir fátæktinni þarna er að stórlaxar í alþjóðlegu viðskiptalífi koma og semja við stjórnmálamenn sem hafa ekkert vit á þessum málum og/eða eru auðkeyptir, eins og t.d. í miðbaugs-Gíneu þar sem þeir fengu að halda eftir 12% af gróðanum en forsetinn varð ofur ríkur. (Annars eru stjórnmálamenn í  öðrum heimshlutum líka stundum plataðir af stórlöxum... *hóst* Orkuveita *hóst* Wink)

Væntanlega myndi þetta breytast með lýðræði, sameiningu, gagnsæi og færu fólki í brúnni. Auðvitað er gríðarlega mikið sem stendur í vegi fyrir þessu svosem trúmál og erlend fyrirtæki, en heimurinn er sífellt að minnka og ég held að 100$ tölvan geti verið stráið sem veltir hlassinu.

Upsadaisy, nú rétt í þessu var ég að komast að því að ég er búinn að skipa mér í hóp með öfgamönnum eins og Gaddafi sem er að agitera fyrir þessari hugmynd. Við skulum vona að hann verði ekki sá maður sem hrindir af stað þessu ferli!

--- 

Hvaða land skyldi svo vera toppnum í þessari fegurðarsamkeppni? Jú að sjálfsögðu Ísland, hvað annað? Smile En það er öllu erfiðara að finna það versta, sem dæmi hefur Sómalía ekki skilað inn gögnum síðan 1993 Frown

Mikið er ég nú heppinn að hafa fæðst á Íslandi í góða fjölskyldu og geti ferðast um allan heim, kannski ég fari til Afríku næst? Ég ætla amk að kaupa tölvu handa barni í Afríku http://laptop.org/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband